Afturelding 2 - 2 Breiðablik
0-1 Óli Valur Ómarsson ('7 )
0-2 Ásgeir Helgi Orrason ('37 )
1-2 Hrannar Snær Magnússon ('44 )
2-2 Benjamin Stokke ('47 )
Lestu um leikinn
0-1 Óli Valur Ómarsson ('7 )
0-2 Ásgeir Helgi Orrason ('37 )
1-2 Hrannar Snær Magnússon ('44 )
2-2 Benjamin Stokke ('47 )
Lestu um leikinn
Það var fjörugur leikur í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Breiðablik í heimsókn.
Óli Valur Ómarsson kom Breiðabliki yfir snemma leiks þegar hann skoraði með glæsilegu skoti í fjærhornið. Breiðablik bætti öðru markinu við þegar Ásgeir Helgi Orrason skoraði eftir fyrirgjöf frá Valgeiri Valgeirssyni á nærstöngina.
Undir lok fyrri hálfleiks náðu Mosfellingarnir að minnka muninn. Elmar Kári Enesson Cogic átti frábæra sendingu inn á teiginn og Hrannar Snær Magnússon mætti á fjærstöngina og skallaði boltanum í netið.
Strax í upphafi seinni hálfleiks átti Aron Elí Sævarsson laglega sendingu inn á teiginn og Benjamin Stokke, fyrrum leikmaður Breiðabliks, komst í boltann og skoraði og jafnaði metin fyrir Aftureldingu.
Hrannar var nálægt því að tryggja Aftureldingu sigurinn í uppbótatíma þegar hann komst í gegn. Færið var orðið þröngt en hann náði skoti á markið og Anton Ari þurfti að teygja sig til að verja boltann.
Breiðablik mistókst að komast á toppinn en liðð er áfram í 2. sæti með 27 stig, tveimur stigum á eftir Víkingum. Afturelding er áfram í 7. sæti með 18 stig, stigi á eftir Vestra og Fram.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 13 | 9 | 2 | 2 | 26 - 14 | +12 | 29 |
2. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
3. Valur | 13 | 7 | 3 | 3 | 35 - 19 | +16 | 24 |
4. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
5. Fram | 13 | 6 | 1 | 6 | 21 - 18 | +3 | 19 |
6. Vestri | 13 | 6 | 1 | 6 | 13 - 11 | +2 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 13 | 4 | 4 | 5 | 34 - 34 | 0 | 16 |
9. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
10. ÍBV | 13 | 4 | 2 | 7 | 13 - 21 | -8 | 14 |
11. KA | 13 | 3 | 3 | 7 | 12 - 25 | -13 | 12 |
12. ÍA | 13 | 4 | 0 | 9 | 15 - 31 | -16 | 12 |
Athugasemdir