Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 05. júlí 2025 09:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Glódís mætt til æfinga eftir magakveisuna
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir er mætt aftur til æfinga hjá íslenska landsliðinu eftir að hafa glímt við magakveisu síðustu daga.

Glódís þurfti að fara af velli í hálfleik í leiknum gegn Finnlandi sem var fyrsti leikurinn á EM í Sviss. Ísland tapaði þeim leik 1-0.

Glódís æfði ekki daginn eftir leik og var bara upp á hóteli í skoðunum. Hún æfði svo heldur ekki í gær, en var mætt aftur til æfinga í dag - daginn fyrir leik. Það er Vísir sem greinir frá þessu.

Ísland undirbýr sig núna fyrir leik gegn heimakonum í Sviss á morgun. Leikurinn gegn Finnlandi tapaðist 0-1 og Sviss tapaði 1-2 gegn Noregi í sínum fyrsta leik.

Vonast er til að Glódís geti spilað gegn Sviss en íslenskir fjölmiðlamenn fá frekari upplýsingar á blaðamannafundi síðar í dag.
Athugasemdir
banner