Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Newcastle gefst ekki upp á Elanga
Mynd: EPA
Newcastle ætlar ekki að gefast upp á því að fá Anthony Elanga til liðs við sig frá Nottingham Forest.

Forest hafnaði 45 milljón punda tilboði Newcastle í leikmanninn á dögunum en Newcastle hefur gert nýtt tilboð í Elanga.

Samkvæmt heimildum Fabrizio Romano hefur Newcastle gert tilboð upp á 55 milljónir punda.

Félagið vonast til að ganga frá kaupum á James Trafford markverði Burnley en liðið hafði einnig áhuga á Joao Pedro sem er genginn til liðs við Chelsea frá Brighton.
Athugasemdir
banner