Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford tilbúinn til að berjast um byrjunarliðssæti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sóknarleikmaðurinn Marcus Rashford neitar að tala við Rúben Amorim þjálfara Manchester United eftir að þeim lenti saman í vetur.

Man Utd hefur verið að reyna að selja Rashford en þær tilraunir hafa ekki borið mikinn árangur. Leikmaðurinn er enn samningsbundinn Man Utd og vill taka þátt í undirbúningstímabilinu til að koma sér í form fyrir næstu leiktíð.

Rashford vill æfa með aðalliði Man Utd þó hann hafi tekið ákvörðun um að yrða ekki á Amorim þjálfara. Það er þó möguleiki að Rashford verði látinn æfa með varaliðinu eða unglingaliðinu þar til næsti áfangastaður kemur í ljós.

Rashford gerði flotta hluti á láni hjá Aston Villa í vor en félagið nýtti ekki 40 milljón punda kaupákvæði í lánssamningnum.

Leikmaðurinn er meðal annars eftirsóttur af Barcelona um þessar mundir en ekkert félag virðist vera reiðubúið til að borga upp verðmiðann á Rashford, sem er með þrjú ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana.

Undirbúningstímabilið hjá Man Utd hefst eftir helgi og er búist við að Rashford mæti til æfinga með restinni af hópnum.

Sky tekur fram að Rashford sé tilbúinn til að berjast um byrjunarliðssæti hjá Man Utd, þó að hann vilji ekki tala við Amorim.
Athugasemdir
banner