
„Ég er náttúrulega óhress með að hafa tapað þessum leik, fannst við eiga eitthvað skilið úr honum. Við vorum þéttir til baka og byrjuðum leikinn illa," sagði Bjarni Jó þjálfari Selfyssinga eftir 3-2 tap í Keflavík í gærkvöldi.
„Þetta var kannski svolítið hægur leikur, en mér fannst við eiga að jafna þetta í lokin."
Lestu um leikinn: Keflavík 3 - 2 Selfoss
„En við vissum svo sem að þetta yrði á brattann að sækja. Keflvíkingar eru aðeins neðar í töflunni en þeir ættu kannski að vera og við vissum að þeir kæmu grimmir út hér í dag sem þeir gerðu og komust í 1-0 eftir fjórar mínútur."
Eru Selfyssingar að fá fleiri leikmenn, er Viðar Örn Kjartansson á leiðinni heim? ,„Ég hef ekki heyrt af því. Einhver sagði að Gummi Tóta og Sævar Gísla séu líka að koma, nú vilja allir koma af því Jón Daði kom."