Pétur Georg Markan er bæjarstjórinn í Hveragerði og hefur verið að æfa með Hamri upp á síðkastið.
Hamar leikur í 4. deildinni og var Pétur Georg í leikmannahópi liðsins sem tók á móti Höfnum í gærkvöldi.
Hamar tók forystuna í fyrri hálfleik en lenti undir eftir leikhlé og þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Pétur að spreyta sig.
Pétur er með mikla reynslu úr íslenska boltanum þar sem hann hefur í heildina skorað 95 mörk í 263 keppnisleikjum, þar af komu 13 mörk í efstu deild og 30 mörk í næstefstu deild.
Honum tókst þó ekki að gera jöfnunarmark gegn Höfnum í gær og heldur hrikalegt gengi Hamars því áfram. Hvergerðingar verma botnsæti 4. deildarinnar þar sem þeir eru aðeins komnir með eitt stig eftir níu fyrstu umferðir sumarsins.
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 9 | 6 | 3 | 0 | 32 - 11 | +21 | 21 |
2. KH | 9 | 6 | 2 | 1 | 25 - 16 | +9 | 20 |
3. Árborg | 9 | 4 | 3 | 2 | 24 - 18 | +6 | 15 |
4. Elliði | 9 | 3 | 4 | 2 | 20 - 16 | +4 | 13 |
5. Vængir Júpiters | 9 | 3 | 4 | 2 | 17 - 16 | +1 | 13 |
6. Kría | 9 | 3 | 3 | 3 | 18 - 18 | 0 | 12 |
7. Álftanes | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 - 17 | -5 | 10 |
8. KFS | 9 | 3 | 1 | 5 | 16 - 30 | -14 | 10 |
9. Hafnir | 9 | 3 | 0 | 6 | 20 - 30 | -10 | 9 |
10. Hamar | 9 | 0 | 1 | 8 | 9 - 21 | -12 | 1 |
Athugasemdir