„Hvað get ég sagt? Hvað getur nokkur sagt á svona stundu þegar áfallið og sársaukinn er svona ótrúlega mikill? Ég vildi óska þess að ég hefði orðin en ég veit að ég hef þau ekki," sagði Arne Slot, stjór Liverpool, um fráfall Diogo Jota.
Jota lést í bílslysi rétt eftir miðnætti í Zamora héraði á Spáni ásamt bróður sínum Andre Silva. Þeir voru að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk með þessum skelfilegu afleiðingum.
Jota lést í bílslysi rétt eftir miðnætti í Zamora héraði á Spáni ásamt bróður sínum Andre Silva. Þeir voru að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk með þessum skelfilegu afleiðingum.
„Allt sem ég hef eru tilfinningar sem ég veit að svo margir munu deila um manneskju og leikmann sem við elskuðum innilega og fjölskyldu sem okkur þykir svo vænt um."
„Fyrstu hugsanir eru ekki hugsanir stjóra. Þær eru hugsanir föðurs, sonar, bróður og frænda og þær tilheyra fjölskyldu Diogo og Andre Silva sem hafa upplifað svo óhugsandi missi."
„Mín skilaboð til þeirra eru skýr: Þið gangið aldrei ein (e. You will never walk alone). Leikmenn, starfslið og stuðningsmenn Liverpool Football Club eru öll með ykkur og miðað við það sem ég hef séð í dag er hægt að segja það sama um stóru fótboltafjölskylduna."
Lífið lék við Jota bæði innan sem og utan vallar. Hann vann Þjóðadeildina með Portúgal og giftist eiginkonu sinni, Rute Cardoso, fyrir rúmri viku síðan. Þá var hann þriggja barna faðir.
„Síðast þegar við spjölluðum óskaði ég honum til hamingju með sigurinn í Þjóðadeildinni og óskaði honum góðs gengis fyrir brúðkaupið. Á margan hátt var þetta drauma sumar fyrir Diogo og fjölskyldu hans sem gerir það enn sorglegra að þetta skuli enda svona."
„Þegar ég kom hingað fyrst var lagið sem stuðningsmenn syngja um hann eitt það fyrsta sem ég lærði. Ég hafði ekki unnið með honum áður en ég vissi strax að ef stuðningsmennirnir, sem höfðu séð svo marga stórkostlega leikmenn í gegnum árin, voru með svona einstakan söng um Diogo hlaut hann að vera með sérstaka hæfileika."
„Þegar rétti tíminn kemur munum við fagna Diogo Jota, við munum minnast markanna og syngja lagið hans. Í bili munum við minnast hans sem einstakrar manneskju og syrgja fráfall hans. Hann verður aldrei gleymdur. Hann heitir Diogo."
Arne Slot statement:
— Liverpool FC (@LFC) July 3, 2025
Athugasemdir