
HK og Grótta mættust í Lengjudeild kvenna í kvöld en liðin eru í toppbaráttunni.
Grótta fór með sigur af hólmi een það var Katrín Rut Kvaran sem skoraði sigurmarkið eftir laglega skyndisókn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Grótta hefur verið á miklu flugi undanfarið en þetta var fimmti sigur liðsins í röð.
Það þýðir að liðið er komið með 18 stig og situr í 3. sæti, stigi á eftir HK og fjórum stigum á eftir toppliði ÍBV. Grótta á þá leik til góða.
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 9 | 7 | 1 | 1 | 36 - 6 | +30 | 22 |
2. HK | 10 | 6 | 1 | 3 | 21 - 15 | +6 | 19 |
3. Grótta | 9 | 6 | 0 | 3 | 24 - 14 | +10 | 18 |
4. Grindavík/Njarðvík | 9 | 5 | 2 | 2 | 16 - 10 | +6 | 17 |
5. KR | 8 | 4 | 1 | 3 | 19 - 21 | -2 | 13 |
6. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 - 12 | +2 | 12 |
7. Haukar | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 - 22 | -10 | 10 |
8. ÍA | 9 | 2 | 3 | 4 | 12 - 17 | -5 | 9 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 0 | 8 | 14 - 28 | -14 | 6 |
10. Afturelding | 8 | 1 | 0 | 7 | 3 - 26 | -23 | 3 |
Athugasemdir