Brighton er að ganga frá kaupum á belgíska vinstri bakverðinum Maxim De Cuyper.
De Cuyper er 24 ára gamall og er afar sóknarsinnaður bakvörður, þar sem hann getur einnig leikið úti á vinstri vængi. Brighton borgar um 25 milljónir evra til að kaupa hann úr röðum Club Brugge.
De Cuyper hefur skorað 3 mörk í 10 A-landsleikjum með sterku landsliði Belgíu og bætist við öflugan leikmannahóp Brighton, sem er þegar með Pervis Estupinan og Ferdi Kadioglu innanborðs.
Brighton hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar og verður De Cuyper sjötti leikmaðurinn sem er fenginn inn eftir Charalampos Kostoulas, Tom Watson, Diego Coppola, Olivier Boscagli og Yoon Do-young.
Athugasemdir