Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 05. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM í dag - Evrópskir stórslagir í 8-liða úrslitum
PSG rúllaði yfir Atlético Madrid í riðlakeppninni.
PSG rúllaði yfir Atlético Madrid í riðlakeppninni.
Mynd: EPA
8-liða úrslit HM félagsliða klárast í kvöld þegar fjögur evrópsk stórveldi mæta til leiks.

PSG spilar við FC Bayern áður en Real Madrid og Borussia Dortmund eigast við. Sigurvegararnir mætast í undanúrslitum.

Bayern hefur unnið síðustu fjórar innbyrðisviðureignir sínar gegn PSG án þess að fá mark á sig, en PSG er á svakalegri siglingu í ár eftir að hafa unnið frönsku deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

Real Madrid hefur að sama skapi unnið síðustu fjórar innbyrðisviðureignir sínar í röð gegn Dortmund.

Madrídingar hafa litið vel út undir stjórn Xabi Alonso og verður afar spennandi að fylgjast með þessum stórleikjum í dag.

HM félagsliða
16:00 PSG - Bayern
20:00 Real Madrid - Dortmund
Athugasemdir
banner
banner