Brasilíski leikmaðurinn Vini Souza er mættur til Wolfsburg frá enska B-deildarfélaginu Sheffield United.
Souza er 26 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem spilaði tvö tímabil með Sheffield United.
Hann var fastamaður í liðinu er það féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta ári og þegar það komst í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð.
Brasilíumaðurinn hefur nú yfirgefið Sheffield United en hann er kominn til Wolfsburg í Þýskalandi. Þýska félagið greiðir 15 milljónir evra fyrir Souza.
Souza, sem er uppalinn hjá Flamengo, hefur unnið sex titla á ferlinum, en hann vann alla sex með uppeldisfélaginu.
???? Vini Souza wird ein Wolf:
— VfL Wolfsburg (@VfL_Wolfsburg) July 5, 2025
Der Brasilianer hat bei den Grün-Weißen einen Vertrag bis zum 30. Juni 2030 unterschrieben und trägt das Trikot mit der Rückennummer 5. ??
???? https://t.co/cNCf0Md1y1#VfLWolfsburg pic.twitter.com/zbVwVop0x3
Athugasemdir