Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Frá Sheffield United til Wolfsburg (Staðfest)
Mynd: Wolfsburg
Brasilíski leikmaðurinn Vini Souza er mættur til Wolfsburg frá enska B-deildarfélaginu Sheffield United.

Souza er 26 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem spilaði tvö tímabil með Sheffield United.

Hann var fastamaður í liðinu er það féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta ári og þegar það komst í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Brasilíumaðurinn hefur nú yfirgefið Sheffield United en hann er kominn til Wolfsburg í Þýskalandi. Þýska félagið greiðir 15 milljónir evra fyrir Souza.

Souza, sem er uppalinn hjá Flamengo, hefur unnið sex titla á ferlinum, en hann vann alla sex með uppeldisfélaginu.


Athugasemdir
banner