Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 05. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Ýmir rústaði botnslagnum - Jafnt í Kópavogi
Mynd: Ýmir
Það fóru tveir leikir fram í 3. deildinni í gærkvöldi þar sem Ýmir vann botnslaginn gegn ÍH á meðan KFK og Tindastóll skildu jöfn.

Ýmir leiddi með þremur mörkum gegn engu í leikhlé á móti ÍH í Skessunni.

Arnar Máni Ingimundarson, Reynir Leó Egilsson og Emil Skorri Þ. Brynjólfsson skoruðu mörkin áður en Björn Ingi Sigurðsson setti fjórða og síðasta markið í 0-4 sigri.

ÍH er langneðsta lið deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. Ýmir er einnig í fallsæti en aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deildinni.

KFK er einu stigi fyrir ofan Ými eftir að hafa gert markalaust jafntefli á heimavelli gegn Tindastóli. David Bercedo leikmaður Tindastóls fékk að líta beint rautt spjald á lokakaflanum.

Tindastóll er um miðja deild, með 16 stig eftir 11 umferðir.

ÍH 0 - 4 Ýmir
0-1 Arnar Máni Ingimundarson ('6 )
0-2 Reynir Leó Egilsson ('23 )
0-3 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('36 )
0-4 Björn Ingi Sigurðsson ('93)

KFK 0 - 0 Tindastóll
Rautt spjald: David Bercedo, Tindastóll ('82)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 10 7 3 0 24 - 9 +15 24
2.    Hvíti riddarinn 11 7 1 3 29 - 17 +12 22
3.    Magni 10 6 2 2 19 - 14 +5 20
4.    Reynir S. 10 5 2 3 20 - 20 0 17
5.    Tindastóll 11 5 1 5 27 - 19 +8 16
6.    Árbær 11 4 3 4 28 - 30 -2 15
7.    KV 10 4 2 4 26 - 19 +7 14
8.    KF 10 3 4 3 12 - 11 +1 13
9.    Sindri 11 3 3 5 14 - 18 -4 12
10.    KFK 12 3 2 7 15 - 26 -11 11
11.    Ýmir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
12.    ÍH 11 1 1 9 19 - 48 -29 4
Athugasemdir