Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 11:33
Brynjar Ingi Erluson
Diego Leon til Man Utd (Staðfest)
Mynd: Man Utd
Paragvæski vinstri bakvörðurinn Diego Leon er formlega genginn til liðs við Manchester United á Englandi.

Man Utd náði samkomulagi við Cerro Porteno um kaup á hinum 18 ára gamla Leon í byrjun ársins.

Kaupverðið nemur um 3,2 milljónum punda en getur hækkað upp í 7 milljónir punda ef öllum skilyrðum er mætt.

Leon hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 33 leiki og skorað 4 mörk fyrir Cerro Porteno, en nú kemur hann inn í hópinn hjá United og er hluti af þeirri endurnýjun sem er að eiga sér stað.

Þetta eru önnur kaupin sem United gerir í sumar á eftir Matheus Cunha sem kom til félagsins frá Wolves fyrir 62,5 milljónir punda í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner