Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan fær miðjumann frá Torino (Staðfest)
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Samuele Ricci er genginn til liðs við AC Milan frá Torino.

Hann skrifaði undir samning til ársins 2029 en félagið á möguleika á að framlengja hann um eitt ár til víðbótar. Kaupverðið er talið vera um 25 milljónir evra.

Ricci er 23 ára gamall og hefur verið undir smásjá Milan í einhvern tíma. Man City hafði einnig sýnt honum áhuga áður.

Hann verður 24 ára í næsta mánuði. Hann á tíu landsleiki að baki fyrir hönd ítalska landsliðsins.
Athugasemdir
banner