Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Sunderland að landa marokkóskum vængmanni
Mynd: EPA
Nýliðar Sunderland eru að ganga frá kaupum á marokkóska vængmanninum Chemsdine Talbi frá belgíska félaginu Club Brugge en þetta fullyrðir blaðamaðurinn Sacha Tavolieri í dag.

Tavolieri segir að Sunderlandi hafi náð saman með Brugge um kaup og sölu á Talbi.

Hann mun kosta 23 milljónir evra og er þessa stundina í læknisskoðun hjá Sunderland.

Félögin eru að ganga frá öllum helstu smáatriðum áður en hann verður kynntur hjá enska félaginu.

Talbi er tvítugur vængmaður sem hefur spilað 52 leiki og skorað 6 mörk fyrir Club Brugge.

Hann er fæddur og uppalinn í Belgíu, en er af marokkóskum uppruna. Talbi spilaði með yngri landsliðum Belgíu, en tók ákvörðun í mars á þessu ári um að spila fyrir A-landslið Marokkó.
Athugasemdir
banner