mið 05. ágúst 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Ferðatakmarkanir gætu orðið til þess að lið séu dæmd úr leik í Evrópukeppnum
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þann 23. ágúst verður á Estadio da Luz í Lissabon.
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þann 23. ágúst verður á Estadio da Luz í Lissabon.
Mynd: Getty Images
Ferðatakmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins gætu orðið til þess að lið séu dæmd úr leik í Evrópukeppnum.

Nýjar reglugerðir UEFA sem gilda um forkeppnina segja til um að liði sé dæmt tap ef ferðatakmarkanir í þeirra landi hafa áhrif á andstæðinga þeirra.

Reglurnar eru á þá leið að tilkynna þarf UEFA um ferðatakmarkanir 48 klukkustundum fyrir drátt. Ef lið dregst gegn liði frá landi sem er á 'bannlista' þarf að finna hlutlausan völl fyrir heimaleikinn.

Ef ferðabann er sett á eftir 48 klukkustunda frestinn gæti það haft miklar afleiðingar.

Dómstóll UEFA mun þá taka málin í sínar hendur og væntanlega dæma 3-0 tap hjá því heimaliði þar sem reglur stjórnvalda hafa hindrað fyrirhugaðan leik í að fara fram.

Fjögur íslensk lið eru á leið í forkeppni í Evrópukeppnum; KR í Meistaradeildinni og Breiðablik, FH og Víkingur í Evrópudeildinni. Það á að draga í byrjun næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner