fös 05. ágúst 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Antalyaspor líklegasti áfangastaður Rúnars
Mynd: Getty Images

Eins og fram kom á Fótbolta.net í gær er Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal eftirsóttur af tyrkneskum liðum.


Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er Antalyaspor líklegasti áfangastaður Rúnars. Hann mun fara á láni til félagsins.

Hann fór með Arsenal í æfingaferð til Bandaríkjanna en fékk ekkert að spreyta sig. Hann yrði að öllum líkindum þriðji markvörður liðsins.

Rúnar gekk til liðs við Arsenal árið 2020 og hefur spilað 6 leiki fyrir félagið. Hann var á láni hjá belgíska liðinu Leuven á síðustu leiktíð.

Antalyaspor hafnaði í 7. sæti í efstu deildinni í Tyrklandi á síðustu leiktíð, fjórum stigum fyrir ofan Birki Bjarnason og félaga í Adana Demirspor.


Athugasemdir
banner
banner
banner