Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 05. ágúst 2022 12:57
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag um Ronaldo: Ánægður með að hann sé hér, höfum topp sóknarmann
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, fékk að sjálfsögðu spurningar um Cristiano Ronaldo á fréttamannafundi í dag.

Framtíð Ronaldo hefur mikið verið í umræðunni en Portúgalinn vill fara í félag sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu.

Blásið var upp í fjölmiðlum þegar Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en æfingaleik gegn Rayo Vallecano lauk. Ten Hag sagði að þessi hegðun hafi hafi verið óásættanleg.

„Ég þarf að benda á að það voru fleiri sem fóru snemma. Þið þurfið að vinna vinnuna ykkar," sagði Ten Hag á fréttamannafundi. „Það er bara talað um Ronaldo í fjölmiðlum en það er ekki rétt. Það voru fleiri leikmenn, hann var einn af þeim."

„Ég er mjög ánægður. Við erum með topp sóknarmann. Ég er ánægður með að hafa Cristiano í hópnum. Ég held að ég hafi tjáð mig nægilega mikið um að leikmennirnir hafi farið. Ég sagði að það væri ekki rétt hegðun."

„Ég er ánægður með allt liðið. Menn eru að leggja mikið á sig, þar á meðal Cristiano."

United verður án Anthony Martial í leiknum gegn Brighton á sunnudag. Ten Hag var spurður að því hvort Ronaldo gæti byrjað, þrátt fyrir að hafa bara spilað 45 mínútur á undirbúningstímabilinu?

„Það kemur í ljós á sunnudaginn," sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner