Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   fim 05. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Einn af bestu leikmönnum HM verður liðsfélagi Harðar og Sverris
Azzedine Ounahi var stórkostlegur á HM 2022
Azzedine Ounahi var stórkostlegur á HM 2022
Mynd: Getty Images
Marokkómaðurinn Azzedine Ounahi er genginn til liðs við gríska félagið Panathinaikos, sem landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason, leika með.

Ounahi er 24 ára gamall miðjumaður sem stal fyrirsögnunum á HM í Katar fyrir tveimur árum.

Hann var einn af bestu leikmönnum mótsins er Marokkó komst í undanúrslit.

Eftir mótið samdi hann við Marseille í Frakklandi, en hann hefur ekki alveg fundið sig þar.

Marseille samþykkti að lána hann til Panathinaikos í Grikklandi út þetta tímabil, en grískir fjölmiðlar tala um að þetta sé mikill fengur fyrir þá grænu.

Panathinaikos hefur verið duglegt á markaðnum. Ásamt því að hafa fengið Ounahi og Sverri Inga, hefur félagið einnig sótt brasilíska vængmanninn Tete, Facundo Pellistri frá Manchester United, Nemanja Maksimovic frá Getafe og fyrirliða gríska landsliðsins, Anastasios Bakasetas.
Athugasemdir
banner
banner