Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Brynjólfur valinn leikmaður umferðarinnar - Sjáðu mörkin
Mynd: EPA
Brynjólfur Willumsson skoraði tvennu í 4-0 sigri Groningen gegn Heracles í efstu deild í Hollandi á föstudag. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum.

Hann er markahæstur í deildinni og var kallaður inn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í undankeppni HM 2026.

Voetbal International valdi Brynjólf leikmann umferðarinnar í hollensku úrvalsdeildinni en hér að neðan má sjá mörkin hans gegn Heracles og svipmyndir úr leiknum.

„Þetta er mjög góð byrjun, það er allt að smella saman hjá mér og liðsfélögunum. Undirbúningstímabilið var gott, ég var að skora mikið þar og fer með sjálfstraust inn í tímabilið. Ég er að fá traustið frá þjálfaranum og félaginu og hef verið meira inn á vellinum en í fyrra, þá gerast góðir hlutir," segir Brynjólfur í viðtali við Fótbolta.net.



Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Athugasemdir