Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Hollendingar dæma Ísland - Aserbaídsjan
Icelandair
Sander van der Eijk dæmir í hollensku úrvalsdeildinni.
Sander van der Eijk dæmir í hollensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Sander van der Eijk, 34 ára Hollendingur, verður með flautuna þegar Ísland hefur leik í undankeppni HM með leik gegn Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari gæti kannast við Van der Eijk en hann dæmdi 4-0 sigurleik Omonoia gegn Víkingi í Sambandsdeildinni sem fram fór á Kýpur á síðasta ári.

Allt dómarateymið á föstudag kemur frá Hollandi, þar á meðal VAR myndbandsdómararnir.

Ísland - Aserbaídsjan
Dómari: Sander van der Eijk, Holland
Aðstoðardómari 1: Rens Bluemink, Holland
Aðstoðardómari 2: Stefan de Groot, Holland
4ði dómari: Marc Nagtegaal, Holland
VAR dómari: Jeroen Manschot, Holland
Aðstoðar VAR dómari: Clay Ruperti, Holland
Hvernig fer Ísland - Aserbaídsjan á föstudag?
Athugasemdir
banner