Varnarmaðurinn ungi Giovanni Leoni, sem Liverpool fékk frá Parma í sumar, er í ítalska landsliðshópnum sem er að fara að etja kappi við Eistland og Ísrael.
Þessi 18 ára leikmaður er meðal þriggja nýliða sem landsliðsþjálfarinn Gennaro Gattuso valdi í hóp sinn.
Þessi 18 ára leikmaður er meðal þriggja nýliða sem landsliðsþjálfarinn Gennaro Gattuso valdi í hóp sinn.
„Þetta er mögnuð tilfinning, að vera valinn í þennan hóp og æfa með leikmönnum í þessum gæðaflokki. Ég ræddi við Gattuso í sumar en bjóst ekki við því að vera valinn strax. Ég þarf að sýna hvað ég get gert til að hjálpa liðinu. Ég er mjög stoltur," segir Leoni.
Leoni segir að Virgil van Dijk, liðsfélagi sinn hjá Liverpool, hafi verið átrúnaðargoð sitt.
„Ég hef alltaf haldið upp á Van Dijk. Nú get ég spilað með honum og deilt klefa með honum. Hann er frábær persóna og geggjaður leikmaður;" segir Leoni en honum vantar ekki menn í kringum sig sem hann lærir af.
Leonardo Bonucci, sem var magnaður varnarmaður fyrir Juventus og ítalska landsliðið, er í þjálfarateymi ítalska landsliðsins.
„Við tölum saman og hann gefur mér ráðleggingar. Hann var frábær varnarmaður og ég hef alltaf notið þess að fylgjast með honum spila. Hann er með mikla leiðtogahæfileika og var líka öflugur með boltann. Ég hlusta alltaf þegar hann talar," segir Leoni.
Athugasemdir