U21 landsliðið mætir Færeyjum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2027. Leikurinn fer fram á Þróttarvelli í Laugardalnum á morgun, fimmtudag, og hefst hann klukkan 17:00.
Strákarnir eru að fara að hefja æfingu dagsins þegar þessi frétt er skrifuð en fréttamaður Fótbolta.net, Baldvin Már Borgarsson, er á staðnum og skilar inn viðtölum síðar í dag.
Strákarnir eru að fara að hefja æfingu dagsins þegar þessi frétt er skrifuð en fréttamaður Fótbolta.net, Baldvin Már Borgarsson, er á staðnum og skilar inn viðtölum síðar í dag.
Eftir leikinn á morgun fer íslenska liðið til Eistlands og mætir þar heimamönnum á mánudaginn. Í riðlinum eru einnig Frakkland, Sviss og Lúxemborg.
Íslenski U21 hópurinn
Hópurinn:
Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG 1899 Hoffenheim
Halldór Snær Georgsson - KR
Logi Hrafn Róbertsson - NK Istra
Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking FK
Hlynur Freyr Karlsson - IF Brommapojkarna
Eggert Aron Guðmundsson - SK Brann
Benoný Breki Andrésson - Stockport County F.C.
Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan*
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport
Jóhannes Kristinn Bjarnason - Kolding IF
Róbert Frosti Þorkelsson - GAIS
Baldur Kári Helgason - FH
Hinrik Harðarson - Odds BK
Tómas Orri Róbertsson - FH
Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik
Júlíus Mar Júlíusson - KR
Kjartan Már Kjartansson - Aberdeen F.C.
Nóel Atli Arnórsson - Aalborg BK
Galdur Guðmundsson - KR
Athugasemdir