Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2020 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Perotti til Fenerbahce (Staðfest) - Roma vill Bernard frá Everton
Perotti skoraði 5 mörk í 21 deildarleik á síðustu leiktíð.
Perotti skoraði 5 mörk í 21 deildarleik á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Diego Perotti er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Fenerbahce eftir að hann gekk til liðs við félagið á frjálsri sölu frá Roma.

Perotti er 32 ára gamall kantmaður sem gerði 32 mörk í 138 leikjum hjá Roma. Þar áður var hann á mála hjá Sevilla en hann á 5 landsleiki að baki fyrir Argentínu.

Hjá Fenerbahce mun hann spila með mönnum á borð við Papiss Demba Cisse og Enner Valencia en Fenerbahce þarf að spíta í lófana eftir að hafa óvænt endað í sjöunda sæti tyrknesku deildarinnar í fyrra.

AS Roma er að reyna að krækja í kantmann eða tvo eftir að hafa misst Justin Kluivert og Perotti en félagaskiptaglugginn á Ítalíu er lokaður. Félagaskipti geta enn farið í gegn ef félög skiluðu réttum gögnum fyrir lokun.

Bernard, brasilískur kantmaður Everton, gæti verið á leið til Roma eftir að ekkert varð úr félagaskiptum Stephan El Shaarawy.
Athugasemdir
banner
banner