Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 05. október 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Andre Silva afgreiddi Celtic - Sterkur sigur Salzburg
Andre Silva skoraði tvö
Andre Silva skoraði tvö
Mynd: EPA
Noah Okafor gerði sigurmark Salzburg
Noah Okafor gerði sigurmark Salzburg
Mynd: EPA
Leipzig og Salzburg unnu bæði leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þetta voru fyrstu sigrar þeirra á tímabilinu.

Salzburg lagði Dinamo Zagreb að velli, 1-0, í E-riðli. Svissneski landsliðsmaðurinn Noah Okafor gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 71. mínútu.

Liðið er enn taplaust eftir þrjá leiki í E-riðli og situr í 2. sæti með 5 stig á meðan Zagreb er með 3 stig í 3. sæti.

Í F-riðli vann Leipzig góðan 3-1 sigur á Celtic frá Skotlandi. Christopher Nkunku skoraði fyrsta mark Leipzig á 27. mínútu áður en Jota jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Landi hans, Andre Silva, tók þá málin í sínar hendur og skoraði tvö mörk á þrettán mínútum og tryggði Leipzig sigurinn.

Þetta voru fyrstu stig Leipzig í F-riðli, en liðið er í 3. sæti með 3 stig á meðan Celtic er í neðsta sæti með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Salzburg 1 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Noah Okafor ('71 , víti)

F-riðill:

RB Leipzig 3 - 1 Celtic
1-0 Christopher Nkunku ('27 )
1-1 Jota ('47 )
2-1 Andre Silva ('64 )
3-1 Andre Silva ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner