Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 05. október 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Xavi reiður og hneykslaður yfir dómgæslunni - „Ég skil ekkert í þessu"
Xavi
Xavi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Ég er reiður og hneykslaður yfir því sem við höfum séð. Þetta er óréttlæti," sagði Xavi, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeildinni. Dómgæslan var þar til umræðu en tvö umdeild atvik komu upp í leiknum.

Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins á San Siro, en Börsungar komu boltanum í netið um miðjan síðari hálfleikinn í gegnum Pedri.

Í aðdragandanum fær Ansu Fati boltann í höndina á sér. VAR tók það mark af en í uppbótartíma síðari hálfleiks áttu Börsungar að fá hreint og klárt víti er Denzel Dumfries handlék knöttinn innan teigs, en ekkert dæmt. Dómarinn fór ekki að VAR-skjánum og var Xavi eitt stórt spurningamerki eftir leikinn.

„Ég sagði á mánudag og ég þarf greinilega að segja það aftur, en dómarar verða að koma og útskýra mál sitt því ég skil ekki neitt í neinu."

„Ég fékk enga útskýringu frá dómaranum eftir leikinn því hann vildi ekki gefa mér hana. Dómarar verða að tala því ekki get ég talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg nokkuð ljóst. Ég skil ekkert."

„Ef þú ert að spyrja hvernig mér líður þá er ég brjálaður. Ég skil ekkert í þessu. Ef Ansu fær hann óvart í höndina á sér en svo skorar einhver annar þá er það mark. Þeir taka það samt af okkur."

„Svo með hitt atvikið þar sem Dumfries fær hann í höndina. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er óréttlæti og ég get ekki orða bundist. Dómarar verða að tala,"
sagði Xavi.

Barcelona er að undirbúa það að leggja fram formlega kvörtun til UEFA vegna dómgæslunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner