Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugsa Gyökeres sem arftaka Lewandowski
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: Getty Images
Viktor Gyökeres er líklega eftirsóttasti sóknarmaður í heimi en núna segir Abola í Portúgal að Barcelona sé að taka næstu skref í viðræðum um kaup á honum.

Gyökeres, sem er 26 ára, hefur skorað 59 mörk í 65 leikjum fyrir Sporting en á þessu tímabili er hann búinn að skora 16 mörk í 15 leikjum.

Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, vonast til að semja við Sporting um Gyökeres. Hann er tilbúinn að nota brasilíska framherjann Vitor Roque sem hluta af kaupverðinu.

Sænski sóknarmaðurinn er hugsaður sem arftaki hins 36 ára gamla Robert Lewandowski hjá Barcelona.

Gyökeres hefur verið orðaður við flest stórliðin á Englandi en það verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hans verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner