Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 05. desember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Wilshere enn á ný meiddur
Jack Wilshere, miðjumaður West Ham, var fjarri góðu gamni í gær þegar liðið vann Cardiff 3-1 á heimavelli.

Wilshere hefur einungis spilað þrjá leiki með West Ham síðan hann kom til félagsins frá Arsenal í sumar.

Wilshere sneri aftur eftir meiðsli gegn Newcastle um síðustu helgi en nú er hann aftur meiddur. Wilshere hefur verið afar óheppinn með meiðsli á ferlinum.

„Jack er með smá meiðsli í ökklanum. Þetta eru ekki sömu meiðsli og áður," sagði Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, eftir leikinn.

Marko Arnautovic fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í gær en ekki er ljóst hversu lengi hann verður frá. Lucas Perez leysti hann af hólmi og skoraði tvö mörk í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner