Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. desember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bale ánægður með Mourinho: Sterk skilaboð frá félaginu
Mynd: Getty Images
Gareth Bale sprakk út sem leikmaður Tottenham og var keyptur til Real Madrid sumarið 2013.

Bale er ekki í náðinni hjá spænska stórveldinu og hefur verið orðaður við ýmis stórlið víða um Evrópu, meðal annars Tottenham sem á þó líklega ekki efni á því að borga launapakka velsku stórstjörnunnar.

Hinn þrítugi Bale er þó ánægður með ráðninguna á Jose Mourinho sem nýjum stjóra félagsins, en hann tekur við af Mauricio Pochettino sem stýrði Tottenham alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

„Það eru mjög sterk skilaboð frá félaginu að ráða Mourinho í starfið. Þetta er maður sem vinnur hvert sem hann fer," sagði Bale við BT Sport.

„Tottenham vill vinna titla og ég held ekki að félagið hefði getað fundið betri mann í verkið."

Þessi ummæli hafa kynt undir orðróma sem tengja Bale við Tottenham. Þó er fátt sem getur breytt þeirri staðreynd að kantmaðurinn er alltof dýr. Hann myndi í það minnsta sprengja launakerfi félagsins.

Mourinho stýrði Real Madrid frá 2010 til 2013. Nokkrum mánuðum síðar var Bale keyptur.
Athugasemdir
banner
banner
banner