Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sunnlenska 
Barbára Sól íþróttakona ársins á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunnlenska greinir frá því að Barbára Sól Gísladóttir hafi verið kjörin sem íþróttakona ársins á Selfossi.

Verðlaunahátíð Umf. Selfoss var haldin í félagsheimilinu Tíbrá í gærkvöldi. Barbára og Haukur Þrastarson, handknattleiksmaður, fengu nafnbótina íþróttafólk ársins.

Guðmundur Tyrfingsson kom einnig til greina sem íþróttamaður ársins en hann var lykilmaður með karlaliði Selfoss í 2. deildinni síðasta sumar.

Barbára Sól er lykilmaður í kvennaliði Selfoss og hampaði liðið bikarmeistaratitlinum í fyrsta sinn í sumar eftir sigur gegn KR í úrslitum.

Selfoss náði þá 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna og spilaði Barbára alla leikina, auk þess að spila alla þrettán leiki U19 ára landsliðsins á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner