Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu uppgjör Tómasar og Freysa í Liverpool
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson og Freyr Alexandersson voru mættir á Anfield í gær er Liverpool rassskellti nágranna sína í Everton 5-2.

Þeir tóku viðtöl fyrir og eftir leik og tjáðu sig um gæðin sem Liverpool liðið býr yfir. Jürgen Klopp skipti fimm leikmönnum úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Everton og gekk sú tilraun að óskum.

Divock Origi og Xherdan Shaqiri komu báðir inn í liðið og skoruðu á meðan Adam Lallana og James Milner átti þokkalegan leik á miðjunni. Tómas Þór og Freyr eru sammála um að Jürgen Klopp á mikinn heiður á því andrúmslofti sem er í kringum félagið.

„Þetta er stórkostlegt lið sem getur ekki bara unnið enska titilinn heldur líka Meistaradeildina. Þegar maður er hérna á göngunum og spjallar við þá finnur maður að þetta er ofboðsleg liðsheild. Þeir eru að styðja hvorn annan og eru allir með augun á sama markmiði. Þetta er frábært afrek. Ekki bara hjá Jürgen heldur öllu þessu teymi sem er í kringum liðið," sagði Freyr meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner