Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   þri 05. desember 2023 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Luton og Arsenal: White og Kiwior koma inn í vörnina
Mynd: EPA

Luton fær topplið deildarinnar, Arsenal, í heimsókn í kvöld.


Rob Edwards gerir fjórar breytingar og þar á meðal tekur hann út alla sóknarlínuna. Elijah Adebayo, Jacob Brown og Andros Townsend eru í fremstu víglínu og Alfie Doughty er mættur aftur eftir meiðsli.

Tom Lockyer, Chiedozie Ogbene, Carlton Morris og Tahith Chong detta út úr liðinu.

Það eru tvær breytingar á liði Arsenal sem lagði Wolves í síðustu umferð. Takehiro Tomiyasu er meiddur og Ben White kemur inn í hans stað. Þá er Jakub Kiwior í liðinu á kostnað Oleksandr Zinchenko.

Kai Havertz kemur inn á miðjuna fyrir Leandro Trossard. Zinchenko og Trossard eru á bekknum.

Luton: Kaminski, Osho, Barkley, Adebayo, Kabore, Mengi, Mpanzu, Brown, Bell, Townsend, Doughty.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Kiwior, Rice, Odegaard, Havertz, Saka, Jesus, Martinelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner