Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 05. desember 2023 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vissi ekkert hver Vicario væri og leitaði að nafni hans á Youtube
Guglielmo Vicario.
Guglielmo Vicario.
Mynd: Getty Images
James Maddison, leikmaður Tottenham, viðurkennir að hann hafi þurft að leita að Gugliemo Vicario, markverði liðsins, á Youtube þegar hann var keyptur til Spurs í sumar.

Það má segja að Vicario hafi verið frekar óþekkt stærð fyrir þá sem ekki fylgjast með ítalska fótboltanum þegar hann var fenginn til Tottenham frá Empoli í sumar.

Hann var fenginn til að koma inn í staðinn fyrir Hugo Lloris sem hafði varið mark Tottenham í um áratug, en hann hefur heldur betur byrjað vel í London.

Maddison, sem gekk einnig í raðir Tottenham í sumar, var í viðtali hjá Ben Foster, sem lék lengi sem markvörður í ensku úrvalsdeildinni, á dögunum og tjáði sig þar um Vicario. Hann segir að Ítalinn sé búinn að vera besti markvörður deildarinnar hingað til.

„Mér finnst sanngjarnt að segja það. Ég hugsaði hver þetta væri eiginlega þegar hann kom. Ég hafði aldrei heyrt um hann. Ég var í bílnum að skoða hann á Youtube, skoðaði hvort að hann væri góður. Hann er frábær í að verja og það er erfitt að skora fram hjá honum," segir Maddison um þennan öfluga markvörð.
Athugasemdir
banner
banner