Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. febrúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Onana ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins í Lausanne
Andre Onana
Andre Onana
Mynd: Getty Images
Andre Onana, markvörður Ajax í Hollandi, var dæmdur í tólf mánaða bann frá knattspyrnu í gær eftir að hann féll á lyfjaprófi UEFA en markvörðurinn segir að um mannleg mistök sé að ræða.

Kamerúnski markvörðurinn er með bestu markvörðum heims en hann ólst upp hjá Barcelona áður en hann fór til Ajax. Onana þroskaðist mikið í Hollandi og hefur reynst þeim afar vel í rammanum.

Hann hefur verið orðaður við stóra klúbba í Evrópu síðasta árið eða svo en það verður lítið úr því eftir að hann var dæmdur í tólf mánaða bann af UEFA fyrir að falla á lyfjaprófi.

Fúrósemíð fannst í blóði Onana en það lyf er oft notað við of háum blóðþrýstingi og við vökvasöfnun í líkamanum. Lyfið sem Onana notaði var í eigu eiginkonu hans en hann fann fyrir verkjum og ákvað því að taka inn lyfið sem reyndist honum dýrkeypt.

Hann ætlar að áfrýja niðurstöðu UEFA til íþróttadómstólsins í Lausanne enda um mannleg mistök að ræða að hans sögn.

„Ég vil bara taka það fram að þetta voru mannleg mistök. Ég ætlaði að taka verkjalyf en tók óvart lyf sem er bannað af WADA," sagði Onana í yfirlýsingu sinni.

„Kærastan mín á lyfin og ég tók það óvart í stað fyrir venjuleg verkjalyf því pakkningin var nánast alveg eins á lyfjunum og sé ég verulega eftir þessu. Ég ber mikla virðingu fyrir UEFA en ég er ósammála þessari ákvörðun."

„Þetta er yfirgengilegt því UEFA komst að niðurstöðu að þetta var slys. Það vita allir að ég lyfi heilbrigðu lífi og frá því ég byrjaði íþróttaferil minn þá hef ég alltaf verið gegn misnotkun lyfja og fordæmt óíþróttamannslega hegðun. Ég mun áfrýja banninu til íþróttadómstólsins í Lausanne til að sanna sakleysi mitt og hreinsa nafn mitt,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner