Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 06. febrúar 2023 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki galið" að segja að Man Utd geti unnið titilinn
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sérfræðingur á Sky Sports, útilokar ekki að Manchester United geti slegið við Manchester City og Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

United vann 2-1 sigur á Crystal Palace þrátt fyrir að vera einum færri hluta af seinni hálfleik eftir að Casemiro fékk að líta rauða spjaldið.

United er þremur stigum frá City og átta stigum á eftir Arsenal sem á einnig leik til góða.

Neville segir það ekki galna pælingu að segja að United geti unnið deildina. „Eigum við séns aftur? Sjáðu til, ég held ekki að United nái þangað, ég held að þeir nái ekki að landa titlinum. Liðið er ekki alveg komið þangað sem það þarf að komast og meiðsli Christian Eriksen er högg. En liðið er að gera mjög, mjög vel og það er að berjast á toppnum aftur."

„Leikmenn virðast glaðir líka, og það skiptir miklu máli. Það þarf að vera þannig. Þegar maður sér það sér maður að liðinu gengur vel."

„Það er ekki galið að segja að United geti unnið titilinn. Ég held að liðið nái því ekki á þessari leiktíð, finnst það aðeins of snemma en ég myndi hafa áhyggjur ef ég væri Manchester City."

„Stuðningsmenn munu byrja að hafa áhyggjur núna þegar þeir sjá spilamennskuna og hvernig Pep Guardiola er að fikta í liðinu."

„Það er gleði í kringum United, virðist smá pirringur í kringum City og liðið þarf að komast af þeim stað. City getur enn auðveldlega unnið deildina en mér finnst United líka vera í góðri stöðu."


Man Utd vann sinn leik um helgina, City tapaði gegn Tottenham og Arsenal lá gegn Everton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir