mán 06. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Lazio getur endurheimt þriðja sætið
Mynd: EPA

Það eru tveir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í kvöld og hefst veislan í Veróna þar sem Lazio kíkir í heimsókn.


Lærisveinar Maurizio Sarri geta endurheimt þriðja sæti Serie A deildarinnar með sigri hér í dag en þetta verður ekki auðveldur leikur.

Verona ætlar sér ekki að falla og er búið að ná í sjö stig úr síðustu fjórum leikjum. Liðið er samt sem áður fimm stigum frá öruggu sæti, með 13 stig eftir 20 umferðir. Til samanburðar er Lazio með 38 stig.

Seinni leikur kvöldsins fer svo fram rétt hjá Mílanó þegar sprækir nýliðar Monza taka á móti Sampdoria, sem er í enn verri stöðu heldur en Verona í fallbaráttunni.

Stöð 2 Sport 2 er með sýningarréttinn á ítalska boltanum.

Leikir dagsins:
17:30 Verona - Lazio
19:45 Monza - Sampdoria  


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner