Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. febrúar 2023 13:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar hefur ekki áhyggjur eftir úrslitaleikinn - Blikar til Portúgals í mars
 Það voru of margar breytur sem höfðu áhrif á úrslit leiksins sem skipta okkur engu máli og eru ekki relevant
Það voru of margar breytur sem höfðu áhrif á úrslit leiksins sem skipta okkur engu máli og eru ekki relevant
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður veit aldrei fyrr en á hólminn er komið.
Maður veit aldrei fyrr en á hólminn er komið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði fór í aðgerð eftir landsliðsverkefnið í nóvember.
Jason Daði fór í aðgerð eftir landsliðsverkefnið í nóvember.
Mynd: KSÍ
Stefán Ingi lék virkilega vel á láni hjá HK í fyrra.
Stefán Ingi lék virkilega vel á láni hjá HK í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á síðasta undirbúningstímabili þátt í Atlantshafsbikarnum, Atlantic Cup, í Portúgal þar sem liðið mætti FC Kaupmannahöfn, Midtjylland og varaliði Brentford.

Liðið fer aftur til Portúgal í byrjun mars og mætir þar sænska liðinu Elfsborg og varaliði Brentford.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, í dag og spurði hann út í undirbúningstímabilið.

„Við förum út í byrjun mars, spilum við Brentford B og Elfsborg í Portúgal. Brentford B er gott lið, atvinnumenn í æfingaleikjum og Elfsborg er öflugt skandinavískt lið sem er fínt að mæla sig á móti," sagði Óskar.

Hvernig finnst þér undirbúningur Blika fyrir komandi Íslandsmót hafa verið til þessa?

„Hann er búinn að vera fínn. Að einhverju leyti hefur hann markerast af landsliðsverkefnum leikmanna og veðri, en heilt yfir hefur þetta gengið vel. En maður veit aldrei fyrr en á hólminn er komið."

Erfitt að meta hvar lið eru stödd
Breiðablik tapaði 4-0 gegn FH í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins í síðustu viku. Hafðiru áhyggjur eftir þau úrslit?

„Nei, engar áhyggjur. Það voru of margar breytur sem höfðu áhrif á úrslit leiksins sem skipta okkur engu máli og eru ekki 'relevant'. Við erum bara í okkar prógrami og önnur lið eru í sínu prógrami. Það er erfitt að meta hvar lið eru stödd á meðan undirbúningstímabilið á Íslandi er í gangi, hvaða áherslur þau leggja á í leikjum er svo ólíkt. Sum leið leggja upp með léttleika þá eru önnur lið að keyra sig í kaf á ákveðnum tímapunkti. Úrslitin núna er ekki alveg það sem þetta snýst um."

Jason að snúa til baka
Óskar sagði í viðtali fyrir tveimur mánuðum síðan að hann vonaðist til að Jason Daði Svanþórsson myndi snúa aftur á völlinn um miðjan febrúar. Jason fór í tvær aðgerðir eftir að síðasta móti lauk. Hvernig er staðan á honum núna?

„Jason er byrjaður að æfa og vonandi fær hann einhverjar mínútur á móti Kórdrengjum á föstudaginn."

Óskar segir að Oliver Sigurjónsson hafi verið að glíma við meiðsli í kálfa frá því í nóvember. „Ekki alveg vitað hvenær hann getur byrjað að æfa fótbolta, hann er byrjaður að hlaupa. Aðrir eru annað hvort að koma til baka eða eru nálgast að komast inn á æfingar."

„Pétur Theodór (Árnason) reif liðþófa í nóvember aftur og er að jafna sig á því. Það er endurhæfing hjá honum og hann er að vinna sig að því að byrja skokka."


Komið mjög sterkur inn
Stefán Ingi Sigurðarson er leikmaður sem margir bíða spenntir að sjá í sumar. Stefán hefur verið duglegur að skora á undirbúningstímabilinu og skolaði til að mynda tvö mörk gegn Selfossi í fyrstu umferð Lengjubikarsins.

„Stebbi hefur komið mjög sterkur inn, staðið sig vel, lært vel og er með gott hugarfar. Hann hefur lagt sig mikið fram og er auðvitað efnilegur leikmaður sem við bindum vonir við."

Heldur sig við að leikurinn verði spilaður
Óskar talaði um leikinn á móti Kórdrengjum. Enn ríkir mikil óvissa með þátttöku Kórdrengja í sumar og engin ný tíðindi borist nýlega. Eru Blikar að fara spila á móti Kórdrengjum á föstudag?

„Hann er á dagskránni og á meðan hann er á dagskránni þá held ég mig við það að hann verði spilaður. Maður veit auðvitað ekki alveg hvernig staðan er á þeim, en ég geri bara ráð fyrir að sá leikur verði spilaður. Við erum ekkert endilega að still æfingavikunni upp eftir því hvort það sé leikur á föstudaginn."

Ef það verður ekki leikur gegn Kórdrengjum, ætlaru að reyna fá æfingaleik?

„Án þess að hafa skoðað það þá held ég að öll lið nema Kórdrengir og Breiðablik væru þá að spila þessa helgina. Ég held að allir riðlar í öllum deildum Lengjubikarsins séu að fara af stað um helgina. Við æfum þá bara meira," sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner