Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. mars 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Andre Gomes: Sá skelfileg viðbrögð fólks í stúkunni
Andre Gomes meiddist illa.
Andre Gomes meiddist illa.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Aðeins 112 dögum eftir að hafa meiðst á ökkla á skelfilegan hátt þá mætti Andre Gomes, miðjumaður Everton, aftur út á keppnisvöllinn í liðnum mánuði. Þessi 26 ára Portúgali ræddi við Football Focus um leiðina til baka eftir meiðslin.

„Ég sá fólkið í stúkunni. Viðbrögð þess voru skelfileg. Þetta var ekki bara áfall fyrir mig heldur líka áhorfendur. Þegar læknirinn var að reyna að setja ökklann á réttan stað þá vildi ég ekki horfa á fótinn en ég sá viðbrögð áhorfenda. Þegar fólk mætir til að njóta þess að horfa á kappleik býst það ekki við þessari sjón," segir Gomes.

Hann meiddist illa eftir baráttu við Son Heung-min, leikmann Tottenham.

„Bróðir minn var á vellinum en hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma vegna meiðsla. Hann reyndi að komast strax út á völlinn þegar hann varð vitni að þessu. Fyrstu þrjá eða fjóra dagana reyndi ég að forðast símann minn. Ég gaf mér tíma til að reyna að fá fólk til að skilja hvað gerðist og hvað myndi næst gerast. Ég fékk fullt af skilaboðum, til dæmis frá Danny Welbeck, Aaron Ramsey og Alan Shearer sem allir hafa tekist á við erfið meiðsli."

Gomes segist hafa ráðfært sig mikið við samherja sinn Séamus Coleman sem gekk einnig í gegnum erfið meiðsli.

„Ég vildi vita allt um svona meiðsli. Hann hjálpaði mér mikið og veitti mér mikinn stuðning. Þessi ferð til baka var erfið fyrir mig en hún tók ekki bara á mig. Fjölskylda og vinir þjáðust líka. En allir í kringum mig voru magnaðir, ég fékk mikinn stuðning," segir Gomes.

Sjá einnig:
Gomes birtir dramatískt myndband af endurhæfingunni
Athugasemdir
banner
banner
banner