Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 06. mars 2020 10:22
Elvar Geir Magnússon
Lingard fékk yfir sig fúkyrðaflaum
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, fékk yfir sig ljót orð þegar hann gekk um borð í liðsrútu United eftir 3-0 bikarsigurinn gegn Derby í gær.

Fólk hafði safnast saman við rútuna og var ljótum orðum kallað að Lingard. Einn úr hópnum er sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð.

Daily Mail talar um að stuðningsmenn United hafi verið að hrópa að Lingard en ekki er vitað hvort allir í hópnum hafi verið United stuðningsmenn og hversu margir hafi verið með fúkyrðin.

Bakvörðurinn Luke Shaw sést á myndbandi vera að koma liðsfélaga sínum til varnar og svara stuðningsmönnunum.

Lingard hefur ekki staðið undir væntingum og náði ekki að skora eða leggja upp eitt einasta mark á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner