Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 06. mars 2021 22:30
Victor Pálsson
Xhaka biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, baðst í kvöld afsökunar á marki sem Burnley skoraði í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Burnley en liðið komst yfir með marki frá Pierre-Emerick Aubameyang.

Xhaka gerði svo slæm mistök undir lok fyrri hálfleiks sem varð til þess að Chris Wood jafnaði metin fyrir Burnley.

Xhaka átti afar slaka sendingu sem fór í Wood og þaðan í netið en hann reyndi að finna samherja sinn David Luiz.

Miðjumaðurinn notaði samskiptamiðla í kjölfarið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum.

„Svona er fótboltinn og ég er alveg jafn pirraður og þið öll," sagði Xhaka á meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner