fim 06. maí 2021 14:25
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa vill hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Mynd: Getty Images
Manchester City og Chelsea eigast við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem á að fara fram í Istanbúl, Tyrklandi, eftir þrjár vikur.

Mörgum þykir fáránlegt að láta tvö ensk lið spila úrslitaleikinn í Tyrklandi í miðjum heimsfaraldri. Því er kallað eftir því að leikurinn verði færður til Englands.

Fólk vill sjá leikinn fara fram á Wembley en Sky Sports greinir frá því að Aston Villa sé búið að bjóðast til að hýsa hann. Félagið er búið að setja sig í samband við enska knattspyrnusambandið og UEFA.

Það eru þó litlar sem engar líkur að UEFA verði við þessari beiðni frá Aston Villa. Líklegast er að leikurinn muni fara fram í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner