banner
   fim 06. maí 2021 13:57
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Kristjáns framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson er búinn að framlengja samning sinn við FH til 2023.

Gummi Kristjáns byrjaði ferilinn með Breiðablik, lék með Start í Noregi í sex ár og hefur verið hjá FH síðustu þrjú ár eftir heimkomu.

Hann er mikilvægur hlekkur í liði Hafnfirðinga og spilaði 20 keppnisleiki í fyrra.

Gummi er 32 ára gamall og hefur spilað sex A-landsleiki.

„Ég er virkilega sáttur að taka áfram þátt í þessu verkefni hér í Kaplakrika. Mér finnst ég eiga ókláruð verkefni persónulega og mun gefa allt í að ná markmiðum mínum og félagsins. Hópurinn er sterkur, umhverfið heilbrigt og það eru jákvæðir straumar í kringum félagið og mannauðinn í Kaplakrika," sagði Gummi við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner