Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júní 2022 21:00
Sverrir Örn Einarsson
Einkunnir Íslands - Hörður og Arnór manna frískastir
Arnór Sigurðsson reynir skot að marki
Arnór Sigurðsson reynir skot að marki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hákon Arnar kemur inn á fyrir Jón Dag.
Hákon Arnar kemur inn á fyrir Jón Dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tók á móti Albaníu í Þjóðardeildinni i kvöld á Laugardalsvelli en úrslit urðu 1-1 jafntefli. Fótbolti.net var að sjálfsöðgu á staðnum og er umfjöllun og viðtöl úr leiknum væntanleg. Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn.

Rúnar Alex Rúnarsson 6
Hafði lítið að gera í markinu í upphafi, leit illa út í marki Albana og átti klárlega að gera betur. Skilaði þó boltanum vel fŕa sér í leiknum og greip vel inn í í uppótartíma þegar Albanir voru að vinna sig í hættulegt færi.

Alfons Sampsted 5
Oft átt betri daga í bakverðinum. Var mistækur varnarlega og kom sér aldrei í almennilegan takt sóknarlega.

Hörður Björgvin Magnússon 7 (maður leiksins)
Öflug varnarvinnsla og fórnfýsi fyrir liðið. skilaði boltanum sömuleiðis vel frá sér og átti ágætis dag.

Daníel Leó Grétarsson 6
Solid í hjarta varnarinnar og skilaði sínu verki ágætlega.

Davíð Kristján Ólafsson 6
Herjað mikið á hann í fyrri hálfleik. Stóðst pressuna heilt yfir ágætlega en dansaði of oft á línunni og var heppinn að vera ekki refsað þegar hann var gripinn út úr stöðu.

Birkir Bjarnason 6
Hlutlaus á miðjum vellinum, maður saknar samt sprengikraftsins frá honum sem var hér áður en menn jú eldast.

Ísak Bergmann Jóhannesson 6
Sýndi glefsur af gæðunum sem í honum búa í fyrri hálfleik en var fljótt orðin pirraður á vellinum. Barðist vel og fékk ekki spjald í dag sem verður að teljast jákvætt.

Þórir Jóhann Helgason 6
Hvorki né leikur hjá Þóri, gerði engar rósir en gerði engin afdrifarík mistök heldur

Arnór Sigurðsson 7
Átti nokkra lipra sprett í fyrri hálfleik þar sem hann skapaði ágætt færi með dugnaði og komst sjálfur í hálffæri. Tók samt á köflum rangar ákvarðanir sem kostaði okkur góðar stöður

Jón Dagur Þorsteinsson 7
Sprakk út í síðari hálfleik eftir að hafa verið týndur í þeim fyrri, staðsetti sig vel í marki sínu og kláraði vel. Var farinn að fara verulega í skapið á bakverðinum gegn honum snemma í seinni hálfleik.

Andri Lucas Guðjohnsen 6
Ansi einmana einn fremstur og fékk úr litlu að moða, virkaði týndur lengst af en gerði vel í markinu þegar boltinn barst frá honum til Jóns Dags sem skoraði

Varamenn

Hákon Arnar Haraldsson 6 (inn '62)
Kom með ákveðin ferskleika inn á miðju íslenska liðsins en náði ekki að setja sama mark á leikinn líkt og hann gerði gegn Ísrael

Mikael Anderson 6 (inn '62)
Var að reyna en gekk takmarkað að koma sér í góðar stöður á vellinum.

Spiluðu of lítið til að fá einkunn:
Aron Elís Þrándarson ('73)
Mikael Egill Ellertsson ('73)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('92)
Athugasemdir
banner
banner