Foggia 2 - 2 Pescara
1-0 D. Petermann ('2)
1-1 H. Rafia ('24, víti)
1-2 F. Lescano ('49)
2-2 Bjarki Steinn Bjarkason ('60)
Bjarki Steinn Bjarkason er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá ítalska C-deildarliðinu Foggia og skoraði hann mikilvægt mark í umspilsleik á dögunum.
Foggia tók á móti Pescara í undanúrslitaleik um sæti í B-deildinni og var staðan jöfn 1-1 í hálfleik.
Gestirnir úr Pescara tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Bjarki Steinn kom sínum mönnum til bjargar með jöfnunarmarki á 60. mínútu.
Lokatölur urðu 2-2 og mætast liðin aftur á heimavelli Pescara á fimmtudaginn. Til gamans má geta að Pescara sló meðal annars Emil Hallfreðsson og félaga í Virtus Verona úr leik á leið sinni í undanúrslitaleik umspilsins.
Sigurvegarinn mætir annað hvort Lecco eða Cesena í úrslitaleik um sæti í B-deildinni.