Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. júlí 2019 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið ÍA og Fylkis: Kristófer Leví í marki Fylkis - Ólafur Ingi á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍA tekur á móti Fylki í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Skagamenn fóru vel af stað í sumar en eru aðeins komnir með eitt stig úr síðustu fjórum leikjum og eru hungraðir í sigur í dag.

Aðeins tvö stig skilja liðin að í efri hluta deildarinnar. ÍA er með 17 stig eftir 10 umferðir og getur komist upp í þriðja sæti með sigri.

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir eina breytingu á liðinu sem náði markalausu jafntefli gegn Víkingi R. í síðustu umferð. Albert Hafsteinsson kemur inn í liðið fyrir Stefán Teit Þórðarson sem er utan hóps.

Fylkismenn höfðu betur gegn KA í síðustu umferð og unnu 3-2 þökk sé dramatísku sigurmarki á lokamínútunum.

Árbæingar gera þrjár breytingar sem koma til vegna meiðsla. Allir meiddust þeir í sigrinum gegn KA. Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er ekki í hóp rétt eins og Andrés Már Jóhannesson. Ólafur Ingi Skúlason fer á bekkinn. Hinn átján ára Kristófer Leví Sigtryggsson er í markinu.

Fótbolti.net er að sjálfsögðu með mann á leiknum og má finna beina textalýsingu á forsíðu.

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)(f)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
6. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
11. Arnar Már Guðjónsson
17. Gonzalo Zamorano Leon
23. Jón Gísli Eyland Gíslason
93. Lars Marcus Johansson

Varamenn:
30. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
8. Hallur Flosason
19. Bjarki Steinn Bjarkason
21. Aron Kristófer Lárusson
22. Steinar Þorsteinsson
25. Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Byrjunarlið Fylkis:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson
7. Daði Ólafsson
9. Hákon Ingi Jónsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
20. Geoffrey Castillion
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson (f)

Varamenn:
12. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Leó Ernir Reynisson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
17. Birkir Eyþórsson
19. Ragnar Bragi Sveinsson
22. Leonard SIgurðsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner