Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 21:01
Aksentije Milisic
England: Tottenham lagði Everton
Keane gerði sjálfsmark.
Keane gerði sjálfsmark.
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 0 Everton
1-0 Michael Keane ('24 , sjálfsmark)

Tottenham og Everton áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn í dag voru liðin á svipuðum slóðum í deildinni en einungis einu stigi munaði á milli.

Heimamenn komust yfir á 24. mínútu en þá átti Giovani Lo Celso skot sem fór af Michael Keane, varnarmanni Everton og í netið. Óverjandi fyrir Jordan Pickford í marki gestanna.

Þegar flautað var til leikhlés og leikmenn gengu í átt að búningsherbergjum, byrjuðu Hugo Lloris og Heung-Min Son, leikmenn Tottenham, að rífast og þurfti liðsfélagar þeirra að skerast inn í leikinn. Atvikið má má sjá hérna.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og 1-0 sigur Tottenham staðreynd. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði 67. mínútur í dag.

Með sigrinum fer Tottenham í 7. sæti deildarinnar með 47 stig en Everton er í því 11 með 44.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner