mið 06. júlí 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dagba framlengir við PSG og fer út á láni (Staðfest)
Dagba var mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Frakka fyrir nokkrum árum.
Dagba var mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Frakka fyrir nokkrum árum.
Mynd: Getty Images

Franski bakvörðurinn Colin Dagba er búinn að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain um eitt ár og fer hann út til Strasbourg að láni út tímabilið.


Dagba er 23 ára gamall og á 77 leiki að baki fyrir PSG en fékk aðeins að spila 6 leiki á síðustu leiktíð eftir komu Achraf Hakimi. Samningur hans gildir næstu þrjú árin, eða til 2025.

Þjálfarateymi PSG hefur miklar mætur á Dagba sem var mikið í kringum byrjunarliðið í fyrra (2020-21) og byrjaði meðal annars báða leikina gegn FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þrátt fyrir að vera orðinn 23 ára er Dagba talinn vera afar efnilegur leikmaður þó hann þyki ekki nægilega góður til að berjast við Hakimi um byrjunarliðssæti sem stendur.

Strasbourg átti gott tímabil í frönsku deildinni og endaði í sjötta sæti. Liðið tekur því þátt í Evrópudeildinni í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner