Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. júlí 2022 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Lamptey valdi Gana fram yfir England
Tariq Lamptey
Tariq Lamptey
Mynd: Getty Images
Enski hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey hefur nú formlega skipt um landslið en hann mun leika fyrir Gana í framtíðinni. Fótboltasamband Gana greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Lamptey er 21 árs gamall og mála hjá Brighton í ensku úrvalsdeildinni en hann er fæddur og uppalinn á Englandi.

Englendingurinn hefur spilað með öllum yngri landsliðum Englands en sá ekki fyrir sér að fá tækifæri þar í framtíðinni enda offramboð á hæfileikaríkum hægri bakvörðum.

Foreldarar Lamptey eru frá Gana og á hann því ættir sínar að rekja þangað.

Fótboltasamband Gana hafði samband við Lamptey um að koma að spila með landsliði þeirra og hefur hann íhugað það boð síðustu mánuði en hann hefur nú tekið ákvörðun um að skipta.

Sú ákvörðun var staðfest í dag og getur hann því spilað fyrir Gana á HM í Katar síðar á þessu ári.

Spænski sóknarmaðurinn Inaki Williams er einnig búinn að fá sín skipti í gegn en hann hefur verið einn besti leikmaður Athletic Bilbao síðustu ár.


Athugasemdir
banner
banner