Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 06. ágúst 2022 12:00
Aksentije Milisic
Neville: Ronaldo hefur valdið mér vonbrigðum
Ten Hag og Ronaldo ræða saman.
Ten Hag og Ronaldo ræða saman.
Mynd: Getty Images

Gary Neville hefur talað til Cristiano Ronaldo og sagt að hann eigi að ákveða framtíð sína strax. Hann segir að framganga Ronaldo í sumar hafi valdið sér miklum vonbrigðum.


Ronaldo vill yfirgefa Manchester United en hann var lengi að mæta til æfinga hjá félaginu á undirbúningstímabilinu í von um að komast í annað lið.

Það hefur enn ekki gengið upp en hann hefur aðeins spilað 45 mínútur á undirbúningstímabilinu fyrir United en fyrsti leikur liðsins er á morgun gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Anthony Martial er meiddur sem þýðir að Ronaldo gæti spilað leikinn á morgun. Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gaf lítið upp hvort Ronaldo myndi spila þegar hann var spurður út í það á blaðamannafundi í gær.

„Ronaldo er að valda mér vonbrigðum. Hann er að láta stjórann fara á blaðamannafundi og svara spurningum um sig," sagði Gary Neville.

„Hann er á flottum aldri. Hann hefur verið einn besti leikmaður heims í langan tíma, getur hann ekki svarað þessum spurningum?"

„Á sunnudaginn munum við spyrja eftir honum að leik loknum, getur hann ekki komið sjálfur og svarað í stað þess að láta annað fólk svara spurningum um hann?"

Ronaldo, sem og aðrir leikmenn Manchester United, yfirgáfu Old Trafford þegar æfingaleiknum gegn Rayo Vallecano var enn ekki lokið. Erik ten Hag var ekki sáttur við þetta hjá þessum nokkrum leikmönnum liðsins.


Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner