Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. september 2019 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Strákarnir byrja á auðveldum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 3 - 0 Lúxemborg U21
1-0 Sveinn Aron Guðjohnsen ('48, víti)
2-0 Jón Dagur Þorsteinsson ('58)
3-0 Willum Þór Willumsson ('64)

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætti móti Lúxemborg í fyrstu umferð undankeppni EM 2021. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli, fyrir framan 412 áhorfendur.

Strákarnir okkar voru mun betri í leiknum en tókst ekki að skora fyrir leikhlé þrátt fyrir góðar tilraunir.

Sveinn Aron Guðjohnsen gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Skömmu síðar tvöfaldaði Jón Dagur Þorsteinsson forystuna með glæsimarki fyrir utan teig.

Willum Þór Willumsson innsiglaði svo sigurinn á 64. mínútu og mátti minnstu muna að Ísland bætti fjórða markinu við, en inn vildi boltinn ekki. Lúxemborg átti aldrei möguleika.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner